Bonus

Bónus

Allt ódýrt 2

Sumarið 2024 unnum við nýtt konsept fyrir Bónus undir yfirskriftinni Allt ódýrt og auglýsingaherferð birtist landsmönnum í kjölfarið. Í apríl 2025 leit svo dagsins ljós önnur sería Allt ódýrt-herferðarinnar. Sigurjón Kjartansson er þar enn í hlutverki hins ábúðarmikla verslunarstjóra, ögn meira fjarverandi en þó stöðugt nálægur – og Viktor Breki Auðunsson sem fyrr hinn dyggi og ofurliðlegi Bónusstarfsmaður.
Í nýju seríunni kynnum við meðal annars nýtt Bónusblað og nýtt verðkonsept í Bónus, Ódýrast vikunnar.

Framleiðsla að þessu sinni var í höndum Skjáskots og leikstjórn í höndum Péturs Þórs Ragnarssonar og Davíðs Goða Þorvarðarsonar, sem jafnframt stýrði upptökum. Ljósmyndirnar tók Bernhard Kristinn.