Stígamót

Allir krakkar

Herferðin #allirkrakkar sem við unnum með Stígamótum er eitt af þessum verkefnum sem getur aldrei orðið annað en afskaplega krefjandi, enda málefnið viðkvæmt og erfitt. Markmið átaksins er að hvetja foreldra til að fylgjast með börnum sínum og kenna þeim að þekkja mörk sín þegar kemur að samskiptum við hitt kynið.

Hryggjarstykki herferðarinnar er myndband sem sýnir börn að hættulegum leik, sem síðar endar með ósköpum. Á vefsíðunni gat fólk horft á gagnvirka útgáfu af myndbandinu þar sem áhorfandinn var krafinn svara við mjög erfiðri spurningu í lokin. Tölfræði sem skilaði sér þaðan nýttist síðan sem efni í gagnvirka vefborða sem uppfærðust í rauntíma.

Í myndbandinu hljómar barnagælan Allir krakkar í nýjum búningi, flutt af Lay Low. Að sjálfsögðu í moll.

Allir krakkar - skjámyndir
Allir krakkar - social efni