Krónan

Grillsnilld sumarherferð

Krónan leitaði til okkar með sumarverkefni fyrir vörumerki sitt Grillsnilld. Niðurstaðan var að sýna minna af kjöti og „hefðbundnum“ grillvarningi, en þess meira af ýmsu meðlæti eða óvenjulegum grillhugmyndum – og jafnvel því sem alls ekki mætti grilla. Stórskemmtilegt verkefni sem leysti úr læðingi ýmsar vísindalegar tilraunir og mikla skemmtun við grillun fótbolta og frostpinna svo dæmi séu tekin – og úr varð þessi litríka og lauflétta sería.

Snorri Sturluson leikstýrði og leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir gæddi textana lífi.