Te & kaffi

Bestu hátíðarstundirnar

Jólin eru annasamur en skemmtilegur tími hjá Te & Kaffi, bæði í kaffibrennslunni og á kaffihúsunum. Tímabundnar vörur eins og jóladrykkirnir Grýla og Leppalúði skjóta upp kollinum í lok nóvember og Jóla- og Hátíðarkaffið eiga sinn fasta sess á heimilum um allt land. Útlitið á umbúðum og kynningarefni vísar í notalegar stundir með fjölskyldu og vinum, með örlítilli skvettu af nostalgíu.

Te & kaffi - jólaheilsíða
Te & kaffi - bollagrafík
Te & kaffi - jólagrafík