Pizza skorin eins og körfubolti.

Domino’s

Domino’s‑deildin

Domino’s hefur um nokkurra ára skeið styrkt efstu deild karla og kvenna í körfubolta. Fyrir leiktíðina 2015–2016 fékk allt efni Domino’s-deildarinnar nýtt útlit. Nokkrar stjörnur í boltanum voru fengnar í stúdíó og var Guðmundur Þór Kárason fenginn til að mynda. Það var gaman að fylgjast með myndatökunni þar sem kempurnar sýndu flottar hreyfingar. Ekki fylgir sögunni hvort Gummi hafi fengið greitt fyrir hvern myndaðan sentimetra. Domino’s-deildin nýtur æ meiri vinsælda og má því sjá markaðsefni tengt deildinni víða, á vefnum, í prenti, sem umhverfisgrafík og í útvarpi.

Auglýsing - pizza skorin eins og körfubolti.
Opnuauglýsing - margir leikmenn.
Skilti með körfuboltaáferð.