Góa - Páskaegg - gleðilega páska

Góa

Páskaauglýsingar

Hvar leynist Góueggið þitt?

Árið 2012 gerðum við páskaeggjaauglýsingu fyrir Góu í samvinnu við Caoz. Góuungunum er þar falið það einfalda verkefni að fela páskaegg. Sú aðgerð tekur hinsvegar óvænta stefnu og heppnast ekki alveg sem skyldi.

Árið 2017 fengum við Caoz aftur í lið með okkur og gerðum beint framhald af fyrri auglýsingu. Þar kárnar gamanið enn frekar og klaufalegur hvolpur er kominn í spilið.

Verði ykkur að Góu!