Skaginn 3X

Nýtt nafn og merki

Við hönnuðum nýtt útlit og komum að stefnumótunar- og kynningarvinnu fyrir systurfyrirtækin Skaginn, 3X Technology og Þorgeir & Ellert, en starfsemi fyrirtækjanna hefur sameinast undir einu, sameiginlegu vörumerki; Skaginn 3X. Breytingarmar munu einfalda og sameina markaðsstarf fyrirtækjanna og auðvelda samskipti við viðskiptavini auk þess sem ætlunin er að skapa sterkari vitund um starfið og vörurnar sem fyrirtækin framleiða.

Tryggvi Tryggvason á heiðurinn að merki fyrirtækisins en auk þess unnum við kynningarmyndband í góðu samstarfi við Jóhannes Jónsson á Ísafirði.

Merki Skagans 3X.
Merkingar á bíla, fatnað og fleira.
Bæklingar.