Fjárfestum í kennurum

Kennarasamband Íslands réðst í herferð ásamt öllum átta aðildarfélögum sambandsins. Tilgangur herferðarinnar er að vekja athygli á þeirri alvarlegu stöðu sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir og þeirri þróun sem orðið hefur síðasta áratuginn í mönnun grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla. Hlutfall ófaglærðra við uppeldi og kennslu er hátt og starfsmannavelta víða mikil. Til að bregðast við vandanum þarf að fjárfesta í kennurum og menntakerfinu – því börnin okkar eiga skilið fagmennsku og stöðugleika.
 
Við fengum Atlavík til að framleiða sjónvarpsauglýsinguna með okkur, Helgi Jóhannsson og Hörður Sveinsson leikstýrðu, en sá síðarnefndi tók einnig ljósmyndir. Jófríður Ákadóttir samdi tónlistina.
 
Við þökkum KÍ og öllum sem komu að verkefninu fyrir lærdómsríkt, gott og gefandi samstarf.
02 buzz tilhidar2

05 ki buzz
06 ki Billboard