Hard Rock Cafe Reykjavík

Hard Rock er komið heim

Hard Rock Cafe Reykjavik opnaði með pompi og prakt í Lækjargötu 2. Þessi góðkunningi veitingageirans í Reykjavík hefur nú snúið aftur, glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Við fengum það skemmtilega tækifæri að hanna alls konar fínerí fyrir þennan nýja stað. Sennilega rís þar hæst hin kynngimagnaða Rimmugýgur sem er einkennisgripur Hard Rock Cafe Reykjavik. Sótt var í brunn Íslendingasagna og fékk hin alræmda öxi Skarphéðins Njálssonar alveg splunkunýtt hlutverk. „Öxin“ er fagurlega skreytt í svonefndum Úrnesstíl með rúnatákn á tökkum. Ber er hver að baki nema sér gítar eigi. Er það ekki annars?

Gítar sem lítur út eins og exi.
Gítar - nærmynd.
Gítar - nærmynd.