Íslenskt lambakjöt

Náttúrulega gott að norðan

Markaðsstofan Íslenskt lambakjöt hefur látið útbúa upprunamerki sem neytendur geta horft eftir í verslunum þegar þeir kaupa í matinn. Merkið er staðfesting á því að kjötið komi sannarlega frá íslenskum bændum. Kjarnafæði Norðlenska er fyrsti framleiðandinn til að nota upprunamerkið á valdar vörur í samstarfi við Íslenskt lambakjöt.

Við hönnuðum upprunamerkið sjálft fyrir Íslenskt lambakjöt, auk þess að útbúa umbúðir og miða fyrir vörurnar sem skarta merkinu. Þá sáum við um gerð alls markaðsefnis til að kynna verkefnið og vörurnar fyrir neytendum, til að þeir geti valið upprunavottað íslenskt lamb frá Kjarnafæði Norðlenska sem er náttúrulega gott að norðan.

buzz lambakjot
lambakjot dagblad