teholkar

Te & Kaffi

Te í hólkum

Te & Kaffi hefur tekið í notkun nýjar og umhverfisvænni umbúðir fyrir te í lausu. Er það enn eitt skrefið sem fyrirtækið tekur í átt að vistvænni veruleika. Um er að ræða fallega tehólka í öllum regnbogans litum, einn fyrir hverja tegund af tei frá Te & Kaffi. Hólkarnir eru ekki aðeins fagrir á að líta heldur stígur upp yndislegur ilmur í hvert skipti sem hólkur er opnaður, sem gerir upplifunina enn betri.

Við hönnuðum útlit nýju tehólkanna, tókum ljósmyndir í samstarfi við Önnu Kristínu Óskarsdóttur og útbjuggum allt markaðsefni til að kynna þessa nýjung fyrir teunnendum, sem nú geta fengið ilmandi te í nýjum og umhverfisvænni umbúðum í matvöruverslunum og á kaffihúsum Te & Kaffi.

TK heilsida mock
TK billboard mock
Te og kaffi buzz