front

Frón

Spariföt & jólaföt

Fátt finnst auglýsingafólki skemmtilegra en að brjóta hefðir. Skilaboð frá mörgum fyrirtækjum samtímis þykja ekki tiltökumál og eru þá yfirleitt mjög almenns eðlis, en framleiðsla á raunverulegum auglýsingum sem kynna vörur beggja eru hins vegar sjaldséðar. Þess vegna erum við sérlega roggin með samstarfið við Kexverksmiðjuna Frón og Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar.

Galdurinn fólst í að setja módel að nafni Sæmundur í spariföt. Glöggir lesendur sjá ef til vill tenginguna nú þegar. Jú, vissulega gat þar að líta raunverulegan Sæmund í sparifötunum — en tengingin við hið klassíska kremkex er augljós. Þrír Sæmundar fóru í betri fötin og Baldur Kristjáns tók ljósmyndir.

Kærar þakkir fá allir sem að þessu komu, en þó sérstaklega Kexverksmiðjan Frón og Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar fyrir að vilja leika við okkur.

Fyrir jólin héldum við svo áfram og settum jóla-Sæmund í jólafötin frá K&S.

saemundur
Artboard 1 100 klipp
Artboard 3 100 1
Artboard 4 100
saemundur
Artboard 1 copy 100