Lexus

Tölum um Lexus

Lexus á Íslandi fann fyrir dvínandi vitund neytenda um þetta áður vel þekkta gæðamerki. Þau leituðu því til okkar með stefnumótun og ímyndaruppbyggingu. Afraksturinn var herferð sem hampar öllu því besta og eftirsóknarverðasta sem Lexus stendur fyrir, með sérstakri áherslu á hið japanska „omo-te-nasi“, hugtak sem liggur djúpt í allri nálgun og hugmyndafræði á bak við Lexus og snýr m.a. að fágun, gestrisni, nákvæmni og næmi fyrir smáatriðum.

Við fengum stórleikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson í lið með okkur, enda ástríðufullur Lexus-eigandi og aðdáandi, auk þess sem hann hefur verið rödd Lexus nokkur undanfarin ár. Tökustaðirnir voru gaumgæfilega valdir með vísun í fágun og lúxus – og til að setja punktinn yfir i-ið fengum við Ara Magg með sitt einstaka auga til að leikstýra og ljósmynda. Úlfur Eldjárn gerði tónlistina, en einnig bregður fyrir verki eftir Chopin í einni af auglýsingunum.

Lexus dagblad

Lexus