Verk Olis Pieta hopmynd stora

Olís

Segðu það upphátt

Olís deildin og Pieta

Olísdeildin í handbolta og Píeta, forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, taka höndum saman í vitundarvakningu, undir yfirskriftinni „Segðu það upphátt“.

Í herferðinni er minnt á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina og leita í baklandið ef þér líður illa, en ekki síður mikilvægi þess að við hin látum vita af því að við séum til staðar fyrir þá sem glíma við vanlíðan.

Safnað er fyrir rekstri Píeta húss, sem opnar í Reykjavík vorið 2018, en markmiðið er að opna slík skjól í öllum landshlutum.

Í sjónvarpsauglýsingunni fara nokkrar af stjörnum Olísdeildarinnar með Píeta yfirlýsinguna, sem jafnframt er hægt að deila á samfélagsmiðlum.

Verk Olis Pieta 1 p 1600
Verk Olis Pieta 3 p 1600