Geimfari og súkkulaði

Góa

Innrás piparsins 2018

Önnur sería Appolo lakkrís-geimfaranna hefur nú litið ljós og er innblásin af hinni stórkostlegu uppfinningu sem piparfylltur lakkrís er. Samansplæst við súkkulaði verður til sælgæti sem á engan sinn líka og fellur afar auðveldlega undir skilgreininguna: Stjarnfræðilega gott.

Herferðin er byggð á eldri auglýsingum. Útvarpsauglýsingarnar líkja eftir útsendingum af geimskotum og tunglgöngum frá 6. og 7. áratugnum en handritið að sjónvarpsauglýsingunni er blessunarlega frumsamið. Myndefnið er reyndar raunverulegt myndefni sem geimfarar NASA tóku upp á GoPro vél og gáfu frjálst til notkunar, en við berum fulla ábyrgð á öllu hinu.

Geimfari

Dagblaðaauglýsing
Piparblandað sælgæti