Stígamót

Styttum svartnættið

Stígamót leituðu til okkar um aðstoð vegna fjáröflunarátaks. Úr varð herferðin „Styttum svartnættið“ og lokahnykkurinn söfnunarþáttur í beinni útsendingu á Stöð 2 18. nóvember 2016. Markmiðið með söfnuninni var að auka þjónustu Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins, þjónustu við jaðarhópa, auka fræðslu og fjölga sjálfshjálparhópum, og síðast en ekki síst, eyða biðlistum.

Við ákváðum að nálgast þetta erfiða og viðkvæma efni með viðtölum við þolendur kynferðisofbeldis sem leitað höfðu til Stígamóta og leggja áherslu á tölur, en tölurnar tákna árin sem liðu frá fyrsta broti þar til viðkomandi leitaði sér hjálpar. Alls birtust þrettán viðtöl á samfélagsmiðlum, en einnig voru gerðar sjónvarpsauglýsingar með þolendum, prentauglýsingar, útvarpsauglýsingar og netborðar.

Við erum afar stolt af verkefninu og þökkum frábært samstarf við Stígamótafólk sem stigið hefur fram með sögur sínar fyrir alþjóð af miklu hugrekki. Við þökkum jafnframt Rafael Pinho ljósmyndara, Kukli og Medialux fyrir samstarfið.

‍Herferðin vann Lúður í almannaheillaflokki og var valin herferð ársins hjá FÍT.

Styttum svartnættið - plakat

Styttum svartnættið - auglýsing
Auglýsing - karl