Domino’s

Forsetapizza

Á afmælisdegi forsetans, Guðna Th. Jóhannessonar, ákvað Domino’s að bregða á leik. Fá ummæli hans hafa vakið eins mikla athygli og þegar hann sagði í grínsvari sínu við ungmenni á Akureyri að hann myndi helst vilja láta banna ananas á pizzur. Við útbjuggum því sérstakan heiðurskassa merktan GTH og færðum honum ananaslausa pizzu í afmælisgjöf. Það var þó í raun aukagjöf. Aðalgjöfin var pizzuveisla fyrir börn og starfsfólk á Barnaspítala Hringsins.

Opinn kasssi með pizzu.
Texti inni í kassanum.