LBHÍ

Finndu frelsið

Landbúnaðarháskóli Íslands blés til herferðar til að kynna þær fjölbreyttu námsleiðir sem skólinn hefur upp á að bjóða. Leiðarorðið í herferðinni er FRELSI. Frelsi til að móta sína eigin framtíð, frelsi til stað- eða fjarnáms, frelsi til að forma nám eftir áhugasviði og svona mætti áfram telja. Þegar teymið okkar heimsótti skólann kom það nefnilega bersýnilega í ljós að þessi góða frelsistilfinning var með því fyrsta sem nemendur skólans nefndu.

Hönnun mynd- og prentefnis auk sérstakrar lendingarsíðu fór fram hjá okkur. Tónlistin við myndbandið er smíði Hermigervils.

Kornakur, hálendi og borgarlandslag.
Vefsíða í mismunandi tækjum.