Olís

Vinahópur Olís

Herra Hnetusmjör

Vinahópur Olís er vildarklúbbur sem lykilhafar eru sjálfkrafa meðlimir í. Auk afsláttar af eldsneyti, veitingum og bílavörum bjóðast ýmiskonar afsláttarkjör og sértilboð hjá fjölda samstarfsaðila, sem of langt er upp að telja. Til að koma einmitt þeirri tilfinningu áleiðis var ákveðið að ganga til samstarfs við „hraðasta rappara landsins“, Árna Pál Árnason, betur þekktan sem Herra Hnetusmjör, en hann skartaði einmitt Olís-peysu á Menningarnótt 2019, sælla minninga.

Í auglýsingunni rúntar Herrann um með sínum nánasta vinahóp og því nærtækt að fá í þau hlutverk „betri helminginn“ Söru Linneth og plötusnúðinn Egil „Spegil“.

Tónlistina gerði Pálmi Ragnar Ásgeirsson í Stop Wait Go í nánu samstarfi við Herrann sjálfan. Allan Sigurðsson leikstýrði og Hannes Þór Arason framleiddi fyrir Pelikula. Bernharð Kristinn sá um ljósmyndun.

Auglýsingin var tilnefnd til lúðursins í flokki kvikmyndaðra auglýsinga.

Vinahopur forsida ludur
Auglýsingaherferð fyrir Olís - Vinahópurinn Herra Hnetusmjör
Auglýsingaherferð fyrir Olís - Vinahópurinn Herra Hnetusmjör