Í upphafi sumars leit dagsins ljós ný herferð fyrir Olís sem ber yfirskriftina „Vinir við veginn“, en við köllum í daglegu tali „grænu herferðina“. Hún byggir annarsvegar á nýju útliti sem Olís kynnti í vor, þar sem tveir gulir stöplar á grænum grunni leika stórt hlutverk, en þessir stöplar kallast á við leturgerðina í nýju merki félagsins. Þeir geta jafnframt táknað bæði pásumerki og vegastikur. Hinsvegar byggir hún á þeim vinalega anda sem slagorðið „vinur við veginn“ hefur endurspeglað sl. tólf ár. Í auglýsingunum bregður fyrir ýmiskonar vinum, gömlum og góðum, líkum sem ólíkum, sem eiga það sameiginlegt að bíða okkar á næstu Olísstöð. Kvikmyndataka og ljósmyndun var í höndum Bernhards Kristins.
PiparTBWA
Auglýsingastofa
Guðrúnartún 8
105 Reykjavík
Sími 510 9000
pipar@pipar-tbwa.is
Fylgdu okkur