Olis Vitakast 1500x750 1
13/01/2022

Vítakast – nýr leikur úr smiðju Olís

EM í handbolta karla hefst í dag og landsliðsstrákarnir okkar hefja leik á morgun, föstudag. Það er mikil spenna í loftinu og væntingarnar miklar, eins og oft áður. Olís hefur lengi verið einn aðalstyrktaraðila handboltans á Íslandi og úrvalsdeildin hér heima kennd við félagið. Til að hífa upp stemninguna fyrir EM hefur Olís sett í loftið tölvuleikinn VÍTAKAST, en þar er hægt að reyna færni sína í að skora mörk hjá landsliðsmarkmanni. Vonarstjarnan Viktor Gísli Hallgrímsson var sjálfur markmannsmódelið í leiknum og skorar á okkur í sjónvarpsauglýsingu. Hér geturðu spilað leikinn og freistað þess að krækja í glæsilega vinninga – eða glaðning á Olísstöð.