Stofan

Disruption

TBWA - The Disruption Company from Greater China on Vimeo.
 

„Af hverju að breyta? Við höfum alltaf gert þetta svona!“
 
Suma hluti gerum við ómeðvitað eins aftur og aftur án þess að velta mikið fyrir okkur af hverju. Þannig hefur það bara alltaf verið.
 
Disruption snýst um að skoða hefðir og venjur sem einkenna starf okkar með gagnrýnum hætti og opna hugann fyrir nýjum leiðum.
 
Með því að skilgreina ríkjandi hefðir metum við hverjar eru hamlandi og hverjar ekki. Við búum okkur til sýn sem færir okkur frá kyrrstöðu til vaxtar og nýrra tækifæra.
Ný sýn er lögð til grundvallar í öllu því sem við gerum. Hún skapar sérstöðu en veitir um leið innblástur og breytir viðhorfum.


 
Ný sýn sem hefur áhrif á allt sem við gerum.
 
Disruption er stefnumótunaraðferð sem TBWA hefur beitt með frábærum árangri fyrir viðskiptavini sína um allan heim. Vörumerki eins og Apple, Adidas, Nissan, PlayStation, Pedigree o.fl. hafa nýtt sér kosti Disruption-aðferðarinnar í markaðssetningu.
 
PIPAR\TBWA nýtir sömu aðferð fyrir sína viðskiptavini en á síðustu árum höfum við unnið tugi Disruption-daga í samvinnu við viðskiptavini með góðum árangri.
 
Disruption er kjarninn í því sem við gerum.