Ölgerðin

Plús

Drykkurinn Kristall Plús fór í gegnum Disruption hjá okkur á PiparTBWA og var ein af niðurstöðunum úr þeirri vinnu að hætta að tengja vörumerkið við Kristal, m.a. með því að stytta nafnið í Plús. Þá var ákveðið að staðsetja drykkinn sem þriðju leiðina á gosdrykkjamarkaði, Plús er ekki vatn heldur gosdrykkur fyrir þá sem vilja minni sykur og meira stuð.

Drykkjarlínan fékk nýjar umbúðir og bættist ný tegund við flóruna, Bleikur Plús með jarðarberjagúavabragði. Sjónvarpsauglýsingin var unnin í góðu samstarfi við Sagafilm, Guðjón Jónsson leikstýrði og Saga Sig var honum til aðstoðar ásamt því að taka frábærar ljósmyndir herferðarinnar.

Lára Rúnars var fengin til samstarfs og samdi hún litríkt, glaðlegt og grípandi stuðlag sem svo sannarlega tikkar í öll boxin í auglýsingunni. Lagið heitir Hliðar saman hliðar og hefur fengið mikla spilun í útvarpi.

Allt prentað efni og vefauglýsingar fyrir Plús eru í sama útliti, bjartir litir ráða ríkjum og aðeins snúið upp á það sem hefðbundið er.

Plakat
4 blautar flöskur
kringlóttir danglerar.

Meira frá Ölgerðinni