Ölgerðin

Grape

Gamla góða Grape-ið fékk heldur betur yfirhalningu þegar þessi góðkunningi gosunnenda fékk nýjar umbúðir í notalegum retróstíl. Heldur hefur Grape-ið átt undir högg að sækja í seinni tíð og voru því góð ráð dýr. Eftir talsverð heilabrot og hugmyndavinnu varð niðurstaðan að notfæra sér stöðuna, persónugera drykkinn og gæða hann karaktereinkennum sem eru um leið lýsandi fyrir bragðið. Biturleikinn brýst fram og er Appelsínið augljós skotspónn. Grape-ið þykist reyndar vera sátt í eigin flösku, en minnimáttarkenndin gagnvart hinu sívinsæla Appelsíni er vandræðalega augljós.

Grape - vefborði