UN Women

Afsakið vopnahlé

Það er staður og stund sem skiptir máli í vönduðum birtingaplönum, eins og við þreytumst ekki á að tala um. Hárfínar línur sem þar þarf að dansa á. Það gildir ekki endilega að hrópa hátt en hitta rétt. UN Women vildi nýta auglýsingahlé Eurovision-keppninnar til að krefjast vopnahlés í Rafah og Gaza-svæðinu öllu. Þá kviknaði þessi litla hugmynd; inni í auglýsingatímanum rúlluðu auglýsingar frá nokkrum af okkar viðskiptavinum og í þeirri rúllu birtist „ Afsakið hlé “ … sem breyttist síðan í orðið Vopnahlé. „Dýrar“ hugmyndir er oft hægt að setja fram á einfaldan og ódýran hátt.
Auglýsingin hlaut silfurverðlaun á ÍMARK-hátíðinni 2025.