Lundi.
04/06/2021

Á ferð um haf og himininn

Fréttir af flugfélögum og flugi eru ofarlega í öllum vefmiðlum þessa dagana. Nýtt íslenskt flugfélag er að leggja í hann og nýtt norskt flugfélag hefur sig til flugs um næstu mánaðamót. Fréttir af ráðsetta flugfélaginu og ferðaskrifstofunum hérlendis hljóða allar á svipaða lund, bókanir ganga glimrandi. Út vil ek. Og síðast en ekki síst, ferðafólk er á leið til landsins. Hjólin eru að fara að snúast á ný. Talað er um að hætta að skima bólusetta. Hvert er þetta að fara eiginlega?

Á sama tíma hyggst heilbrigðisráðherra aflétta öllum takmörkunum. Það er auðvitað gjörsamlega geggjað. Bjartsýnin grípur tryllingslega um sig, en vissulega á varfærinn hátt. Langþráð frelsi til að vera við sjálf, en flest þurfum við að venjast birtunni af frelsinu enda langar engan til að taka skref til baka.

Ferðamenn sem teknir eru að „streyma“ til landsins ná vonandi fljótt og vel að blása lífi í einn okkar stærsta atvinnuveg. Við finnum það líka í okkar starfsemi að sú hlið sem snýr að erlendu ferðafólki er að glæðast hressilega. Um leið er full ástæða til að gæta vel að því að vanda til verka. Við höfum sagt það áður og segjum það enn, hugum vel að uppbyggingu vörumerkja og framsetningu á þeim og síðast en ekki síst; góðri hönnun. Því hún skiptir gríðarlega miklu máli.