Hönnun

Allar auglýsingar, markaðs- og kynningarefni krefst hönnunar. Við búum að fjölbreyttum hópi grafískra hönnuða með mikla reynslu, þekkingu og listræna hæfileika sem nýtast fyrir ólíka miðla og verkefni.

Að hanna eða ekki hanna

Pipar\TBWA hannar auðkenni fyrirtækja og heildarásýnd vörumerkja, mörkun, í daglegu tali segjum við oftast lógó. Við hönnum umbúðir utan um vörur og alls konar merkingar bæði innanhúss og utan. Þannig eru sýningarbásar og iðnhönnun einnig hluti af því sem við hönnum.

Við hönnum vefi og öpp því að skjáirnir eru snertifletir við viðskiptavini, ekki bara fyrir fyrirtæki og vörumerki heldur eigum við sífellt meiri persónuleg samskipti stafrænt og þá skiptir einfalt og skilvirkt notendaviðmót öllu máli.

Hönnun fyrir prent og skjá

Við hönnum auglýsingar fyrir alla miðla, skjámiðla, prentmiðla, vefmiðla og samfélagsmiðla. Með því að skoða Verkin geturðu fengið innsýn inn í það sem við höfum hannað og framleitt fyrir viðskiptavini okkar.