Vefauglýsingar 

Vefauglýsingar (Display Ads) og auglýsingaherferðir á netinu koma þér lengra. Hefðbundnir mælikvarðar um dekkun og tíðni eru góðir og gildir en við byggjum á árangursmælikvörðum og tryggjum að fjárfesting auglýsingafjármagnsins skili sér.

Hegðun notenda á vefnum byggir á mörgum þáttum, s.s. hvort um nýja viðskiptavini er að ræða eða hvort þeir hafa áður heimsótt vefinn þinn. Þess vegna, þegar kemur að auglýsingaherferðum á netinu, notum við þriggja laga uppsetningu til þess að draga notendurna í dilka eftir hegðun þeirra og virkni. Þannig höfðum við til ólíkra hópa notenda á mismunandi hátt og getum stýrt fjárhagsáætlunum og boðið í auglýsingar á árangursríkan hátt.

Sérfræðingar okkar stýra auglýsingaherferðum fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina og búa yfir áratugareynslu, hvort sem er á fyrirtækjamarkaði (B2B), smásölu, ferðaþjónustu, veitingageiranum eða fyrir fjármálafyrirtæki. Þar höfum við:

  • Annast flókna endurmiðun auglýsinga
  • Aukið dekkun hefur með einbeittari notendunum
  • Skapað aðlaðandi auglýsingar, en hönnunarteymi okkar hefur unnið til verðlauna
  • Skilað mælanlegum árangri

Google auglýsingar (Google Ads) og Microsoft auglýsingar (Microsoft Advertising) eru einn helsti vettvangur þessara vefauglýsinga. Við eigum í nánu samstarfi við þá allra bestu í þessum geira. Þannig höfum við í gegnum auglýsingaskipti (ad exchanges) og eftirspurnarvettvang (Demand Side Platforms eða DSPs) náð dekkun í veldisvexti með samhliða birtingu efnis á borð við hefðbundnar sjónvarpsauglýsingar, útvarpsauglýsingar, myndbandsauglýsingar og vefborða. Fyrir okkur skapar þetta betri afkastagetu og skilar framúrskarandi árangri. Já, við elskum að ná árangri. 

Sama að hverju þú ert að leita, að ná árangri svæðisbundið eða ná til viðskiptavina á alþjóðlegum mörkuðum á netinu, með auglýsingaherferð á YouTube eða hyggst nýta krossmiðlun sjónvarps-, útvarps- og vefauglýsinga, ekki hika við að hafa samband.

 

Dekkunarherferðir 

Það eru ekki allar auglýsingaherferðir á netinu sem auka sölu og við ættum ekki að ætlast til þess af þeim. Dekkunarherferðum (Reach Campaigns) er ætlað að laða nýja viðskiptavini að vefnum þínum, byggt á þínum þörfum á hverjum tíma. Markmið þeirra er tvíþætt: annars vegar að koma þínu vörumerki á framfæri við markhópinn og hins vegar að fóðra endurmiðunarherferðir með álitlegum notendum.

 

Endurmiðunarherferðir fyrir nýja viðskiptavini

Endurmiðunarherferðir fyrir nýja viðskiptavinum (Remarketing for New Customer Acquisition eða RMA herferðir) hafa það að markmiði að fá notendur til að eiga sín fyrstu viðskipti, kaupa sína fyrstu vöru frá vörumerkinu eða eiga samskipti við vörumerkið með einhverjum öðrum hætti. Eftir að hafa heimsótt vefinn og farið þaðan birtum við væntanlegum viðskiptavinum auglýsingar sem hvetja þá til að snúa aftur og ljúka aðgerðinni.

Hefurðu einhvern tímann haft á tilfinningunni að einhver vara sem þú skoðaðir sé að elta þig? Jebbs, það er þetta.

 

Endurmiðunarherferðir fyrir núverandi viðskiptavini

Endurmiðunarherferðir fyrir núverandi viðskiptavini (Remarketing for Returning Customers eða RMC herferðir) snúa að núverandi viðskiptavinum, þeim sem þegar hafa átt í viðskiptum við vörumerkið. Markmið þeirra er að fá viðskiptavininn til að versla við vörumerkið, aftur. Og aftur.