Auglýsingar

Við framleiðum auglýsingar, það ætti ekki að koma á óvart. Sjónvarpsauglýsingar, útvarpsauglýsingar, prentauglýsingar og stafrænar auglýsingar okkar eru framleiddar af fagmönnum og reynsluboltum til þess að ná augum og eyrum viðskiptavina þinna.

Sjónvarpsauglýsingar

Við framleiðum auglýsingar fyrir vörumerki viðskiptavina okkar. Framleiðsluteymi okkar framleiðir sjónvarpsauglýsingar og myndbönd til birtingar á öðrum miðlum innanhúss. Í framleiðsluteyminu okkar eru framleiðendur, leikstjórar, klipparar og hreyfigrafíkerar. Já, það vinna alls konar gúrúar hjá okkur sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera.

Myndböndin og sjónvarpsauglýsingarnar sem við framleiðum eru eins ólík og hugsast getur, allt frá 15 sekúndna myndböndum sem ætluð eru til birtingar á samfélagsmiðlum yfir í lengri myndbönd sem ætlað er að koma til skila fræðandi og skemmtilegu efni um vörumerki.

Byggt á því hvers eðlis verkefnið er leitum við einnig til samstarfsaðila ef svo ber undir. Við störfum með úrvalsfólki í kvikmyndagerð og leikstjórum til þess að skapa efni sem er einmitt það rétta fyrir hvert vörumerki fyrir sig.

Útvarpsauglýsingar

Fyrir vörumerki viðskiptavina okkar framleiðum við útvarpsauglýsingar. Rétta röddin til að lesa skilaboðin, í rétta tóninum. Og hljóðheimurinn til að skapa réttu stemninguna. Já, við erum ábyrg fyrir sæta mjálmandi kettlingnum sem þú heyrðir í undir stýri á leið í vinnuna.

Sennilega geturðu líka kennt okkur um að raula endalaust sama stefið, sem var spilað undir einhverri auglýsingunni sem þú heyrðir í útvarpinu. Æi, þú veist, þetta sem þú allt í einu tveimur dögum seinna fattaðir hvað var.

Upptökur- og hljóðvinnsla eru í höndum færustu fagmanna í bransanum, við sláum ekkert af gæðakröfunum þegar kemur að hljóði. Þannig komum við skilaboðunum til skila til markhópsins.

Útvarpsauglýsingar hafa á síðustu árum verið stærri sneið af kökunni í birtingum hjá Pipar\MEDIA, þær eru þess eðlis að með stuttum fyrirvara er hægt að bregðast við og breyta skilaboðunum. Frábær kostur þegar lokanir eða samkomutakmarkanir eiga í hlut.

Prentauglýsingar

Prentauglýsingar birtast í blöðum og tímaritum en ekki síður sem prentað kynningarefni eins og bæklingar, sérblöð, einblöðungar og markpóstur, tæknilega geturðu sagt að ef þú prentar auglýsinguna út, sé um prentauglýsingu að ræða.

Hönnun og uppsetning prentauglýsinga er vandaverk, það hefur ekkert breyst með stafrænu prenttækninni. Það er handavinna að setja upp réttar stærðir fyrir þá miðla sem á að prenta, það skiptir máli hvort prentað er í fjórlit eða stafrænt. Litamettun, þykktin á pappírnum, allt eru þetta smáatriði sem verða að smella saman eins og í púsluspili til þess að útkoman verði eins og sú sem óskað var.

Hjá okkur starfa reynsluboltar í faginu, sem muna tímana tvenna og þrenna þegar kemur að prenti og þróun prentiðnaðarins. Einu sinni voru setjarar og prentarar…. Hefurðu tíma?

Og já, prentum próförk. Það er alltaf betra en að skoða prentauglýsinguna bara á skjánum.

Stafrænar auglýsingar

Stafrænar auglýsingar og vefauglýsingar eru þær sem birtast á stafrænum miðlum, á vefmiðlum, samfélagsmiðlum og í leitarvélum á Internetinu.

Við höfum skapað okkur sérstöðu á íslenskum auglýsingamarkaði þegar kemur að stafrænum auglýsingum. Pipar\ENGINE er maskínan, leynivopnið í verkfærakistunni. Stafrænar auglýsingar eru gagnadrifnar, við setjum mælikvarðana fyrir þann árangur sem við viljum ná og aðlögum auglýsingaherferðirnar eftir þörfum og árangri.

Sýnishorn af auglýsingum

Skoðaðu verkin til þess að sjá fleiri auglýsingar sem við höfum framleitt fyrir viðskiptavini okkar.