Samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlar eru frábær vettvangur til þess að koma þér og þínum vörum og þjónustu á framfæri til markhópanna þinna. Áður en haldið er af stað í þessa vegferð er mikilvægt að skilgreina markmið, markhópa og móta samfélagsmiðlastefnu.

Hjá Pipar\ENGINE starfa sérfræðingar bæði í efnissköpun fyrir samfélagsmiðla og í kostuðum auglýsingum á samfélagsmiðlum. Við vinnum með viðskiptavinum okkar að því að finna hárnákvæma blöndu af þeim miðlum sem æskilegt er að þú nýtir þér, ásamt því að skilgreina lykilmælikvarða og setja markmið um árangur.

Efnissköpun fyrir samfélagsmiðla getur verið í okkar höndum, hönnun, hugmyndir og textaskrif. Við mótum þá skilaboðin sem þú vilt senda hverju sinni og við sköpum efni, hljóð, mynd og myndbönd eftir því sem við á. Við vinnum einnig í samstarfi við fyrirtæki eins og Ghostlamp, sem er vettvangur sem leiðir saman áhrifavalda og vörumerki.

Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru áhrifaríkur kostur til þess að koma upplýsingum um vörur og þjónustu á framfæri við skilgreinda markhópa. Aukin vitund markhópsins um vörumerkin þín styrkist með vel útfærðri auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum. Vefverslanir nýta auglýsingaherferðir á samfélagsmiðlum til þess að kynna vörur og þjónustu og til að auka sölu. Með því að vinna með Pipar\ENGINE að auglýsingaherferðum á samfélagsmiðlum getur þú forðast dýrkeypt mistök, því við vinnum frá grunni eftir samfélagsmiðlastefnu sem er sérsniðin fyrir þig og þar byggjum við á árangri og greiningum.

Facebook auglýsingar

Facebook auglýsingar hafa reynst einn besti miðillinn til þess að byggja upp vitund á vörumerki. Auglýsingar á Facebook hafa skapað sér sess með því að vera söludrifnar og skapa aukna umferð um vefinn þinn. Auglýsingaherferðir á Facebook geta verið ódýrar og mjög vel miðaðar fyrir markhópinn þinn en ef ekki er rétt að þeim staðið geta þær reynst kostnaðarsamar og óhagkvæmar þegar allt kemur til alls. Pipar\ENGINE hefur á að skipa áratugareynslu í auglýsingaherferðum á Facebook, fyrir minni fyrirtæki eins og staðbundnar bílaleigur upp í stór vörumerki, bæði innlend og alþjóðleg.

Instagram auglýsingar

Instagram auglýsingar hafa verið samofnar auglýsingum á Facebook frá árinu 2015. Þannig er hægt að stýra birtingum auglýsinga á báðum samfélagsmiðlunum í einu og aðlaga auglýsingaherferðina eftir því sem við á, miðað við þau markmið sem hafa verið sett.

Auglýsingar á Instagram geta verið af ýmsum toga:

  • Instagram sögur (Instagram Stories)
  • Myndaauglýsingar (Photo ads)
  • Myndbandsuglýsingar (Video ads)
  • Hringekjur (Carousel ads)
  • Instagram sjónvarpsauglýsingar (IGTV ads)
  • Instagram vefverslunarauglýsingar (Shopping ads)

LinkedIn auglýsingar

Auglýsingar á LinkedIn eru áhrifarík leið til að ná til fagaðila og miðillinn er í fyrirrúmi þegar kemur að fyrirtækjum á fyrirtækjamarkaði (B2B). Meðlimir á LinkedIn hafa áhrif, það er tekið mark á þeim en því til viðbótar hafa þeir aukinn kaupmátt, miðað er við hefðbundna netnotendur. Með því að auglýsa á LinkedIn gefst auglýsendum tækifæri til að vera með skýr markmið með auglýsingaherferðinni, eins og að auka vitund vörumerkis, safna upplýsingum fyrir tilvonandi viðskiptavini og hvetja til virkni við vörumerkið.

Snapchat auglýsingar

Með því að sameina krafta Pipar\TBWA og PiparENGINE og leiða saman sköpunarkraft og hugarfar greininga og mælinga, þá náum við að búa til og reka árangursríkar auglýsingaherferðir á samfélagsmiðlinum Snapchat um allan heim, með þeim takmörkunum á svæðum þar sem þær eru í boði. Viðskiptavinir okkar starfa bæði á fyrirtækjamarkaði (B2B) og einstaklingsmarkaði (B2C) og stefnan og markmiðasetningin spannar allt frá aukinni vitund að auknum fyrirspurnum og aukinni umferð.

TikTok auglýsingar

Frá því TikTok hóf að bjóða upp á birtingu auglýsinga á miðlinum í ársbyrjun 2019 hafa þær vaxið og dafnað. Nú er bæði mögulegt að auglýsa á TikTok í Ameríku og Evrópu. Notendur TikTok eru í yngri aldurshópum, upp að 25 ára og með sívaxandi vinsældum miðilsins er TikTok orðinn kjörinn vettvangur til þess að ná til yngri aldurshópa. Eins og alltaf mótum við með þér auglýsingastefnu um notkun miðilsins áður en við leggjum af stað.

Margar aðrar leiðir en kostaðar auglýsingar eru færar fyrir vörumerki og þar má nefna:

  • Að taka tímabundið yfir vörumerki (Brand Takeover)
  • Myndbönd í efnisstraumi (In-feed native video)
  • Áskorun með myllumerkjum (Hashtag challenge)

Samfélagsmiðlar og auglýsingar

Facebook, Instagram, Twitter, LinkedIn, Snapchat, TikTok og hvað þetta nú heitir allt saman… ertu týndur í frumskógi samfélagsmiðlanna?

Engar áhyggjur. Við höfum á að skipa starfsfólki sem býr yfir áratugareynslu og þekkingu á samfélagsmiðlum. Við erum tilbúin að vera þínir leiðsögumenn og vísa þér veginn í gegnum frumskóginn. Með hárbeitta sveðjuna á lofti hjálpum við þér að setja þér markmið, skapa aðlaðandi efni sem höfðar til markhópanna þinna, hrinda auglýsingaherferðinni í framkvæmd og fylgja henni eftir með mælingum og greiningum svo þú getir ráðstafað auglýsingafjármagninu þínu sem best og aflað meiri tekna með viðskiptunum. Hafðu samband við ráðgjafa okkar strax í dag og leggjum af stað í þessa vegferð, saman.