Textaskrif
Textasmiðirnir okkar eru ekkert venjulegir, í hópnum eru þjóðþekktir hálfvitar, skáld, ljóðskáld, dægurlagatextahöfundar og lagahöfundar. Ef svo ber undir bresta menn í söng þegar hugmyndirnar eru að fæðast og laumast svo með hljóðfæri inn í fundaherbergi til að njóta næðis.
Textaskrif fyrir auglýsingar
Myndir geta sagt meira en þúsund orð en stundum þarf að finna þessi örfáu orð sem skipta mestu máli. Skilaboðum þarf að koma í orð, en það skiptir máli hvernig við orðum skilaboðin.
Við trúum því að réttu orðin við rétta tækifærið gefi viðfangsefninu líf. Við höfum mikla reynslu af hvers kyns textaskrifum og textalagfæringum, vöndum okkur sérstaklega í prófarkalestri og höfum almennt mikla ástríðu og næma tilfinningu fyrir íslensku máli. Auk þess sinna tveir enskumælandi textasmiðir eingöngu enskuskrifum og þýðingum.
Við tökum að okkur textaskrif fyrir hvers konar auglýsingar og kynningarefni, prentaða bæklinga og heilsíðu prentauglýsingar. Við skrifum handrit fyrir sjónvarpsauglýsingar, myndbönd fyrir vef og samfélagsmiðla eða kynningar, því hvar stendur til að birta efnið breytir því ekki að það þarf að skrifa gott handrit.
Textaskrif fyrir vef
Textaskrif fyrir vef eru sérhæfð, þar sem oft þarf að hugsa um réttu orðin út frá leitarvélabestun, en ekki síður að skrifa texta á vef fyrir notendur, til þess að þeir eigi auðveldara með að nota vefinn. Að skrifa texta sérstaklega fyrir vef gerir hann notendavænni og við leggjum metnað okkar í það. Við vinnum í vefsíðugerð og leitarvélamarkaðssetningu og þann texta þarf að skrifa sérstaklega.
Fyrir samfélagsmiðla getur það verið krefjandi að skrifa einmitt rétta textann, til þess að skilaboðin komist til skila. Á hverjum samfélagsmiðli fyrir sig geta átt við mismunandi takmarkanir, textinn má ekki vera of langur, en textinn má heldur ekki vera of stuttur. Því getur það verið kúnst, nánast listform að skrifa texta fyrir samfélagsmiðla.