45 mínútna vefnámskeið um öryggi á samfélagsmiðlum fyrir einstaklinga og fyrirtæki, fimmtudaginn 5. ágúst kl. 10:00.

Ertu hrædd(ur) um Instagrammið þitt? Hefur einhver hakkað sig inn á auglýsingareikninginn þinn eða Facebook Business Manager? Hverjar eru afleiðingarnar?

  • Hvernig hakka netþrjótar sig inn á samfélagsmiðla og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?
  • Hvað getur þú gert til að tryggja öryggi þinna samfélagsmiðlareikninga?

Þér er boðið á 45 mínútna vefnámskeið þar sem farið verður yfir hvernig fólk og fyrirtæki geta komið í veg fyrir að netþrjótar hakki sig inn á reikningana þeirra og hvernig má bera kennsl á og forðast vefveiðar (e. phishing). Námskeiðið er endurgjaldslaust.

Skrá mig frítt á fyrirlesturinn

Hallfrídur Jóhannsdóttir

Fyrirlesari á námskeiðinu er Hallfríður Jóhannsdóttir, samfélagsmiðla-
sérfræðingur hjá Pipar\TBWA, The Engine og Ghostlamp í Osló. Hún hefur um margra ára skeið haldið námskeið um notkun og öryggi í notkun samfélagsmiðla á alþjóðlegum vettvangi.

Hallfríður Jóhannsdóttir starfar sem samfélagsmiðlasérfræðingur hjá Pipar\TBWA, The Engine og Gholstlamp í Osló. Einnig hefur hún um margra ára skeið haldið haldið námskeið um notkun og öryggi í notkun samfélagsmiðla á alþjóðlegum vettvangi.

Hún er sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu frá Digital Marketing Institute, er viðurkennd sem Facebook Blueprint Professional Buyer og með viðurkenningu frá Content Marketing Norway sem samfélagsmiðlasérfræðingur og sérfræðingur í efnismarkaðssetningu.

 

Áður starfaði Hallfríður hjá NITO (The Norwegian Society of Engineers and Technologiests, sem eru stærstu samtök verk- og tæknifræðinga með bakkalár-, meistarapróf eða hærri menntun í Noregi). Þar var hún vefstjóri og hafði umsjón með samfélagsmiðlum samtakanna, með áherslu á markaðssetningu og greiningar á Facebook, Instagram og LinkedIn. Auk þess hefur fjöldi fyrirtækja fengið hana til liðs við sig sem sérfræðing á sviði stafrænnar áætlanagerðar og sem samfélagsmiðlasérfræðing.

Hallfríður er hin fullkomna blanda af stefnumótanda og sérfræðingi, með mikinn áhuga á samfélagsmiðlum og stafrænum samskiptum. Hún er vinsæll fyrirlesari og ráðgjafi á sviði stefnumótunar og efnisöflunar á öllum samfélagsmiðlarásum, með víðtæka reynslu af markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Hún hefur þjálfað og haldið námskeið fyrir um 100 stjórnendur og fyrirtæki á borð við Gjensidige, Taxback International, Maskingrossisternes Forening, Bergen Kommune, Herøya Industripark, Trygg Trafikk, Norges Forskningsråd, Nelfo, NHO, UiO, Ass Bryggeri, Stavanger Kommune, Scandic Hotels, Thon Hotels, Storebrand, Hansa-Borg Bryggerier, BUFDIR, Kristiansand Municipality, Necon Energi, NEAK, NMBU, Conscia Norway, TU Jobb og fleiri.

Hún heldur námskeið á íslensku, ensku og norsku, bæði fyrir félög og opinbera aðila, en hennar styrkleiki liggur einkum í því hvernig B2B fyrirtæki geta starfað með skilvirkari hætti, aukið sýnileika sinn og náð árangri á samfélagsmiðlum, einkum LinkedIn.

Ég vil gerast áskrifandi að Fimmtudegi

Fimmtudagur er fréttabréf Pipar\TBWA og kemur alla jafna út fyrsta fimmtudag í mánuði