jolasveinn small
13/01/2022

Ósýnilegir jólasveinar

Vetrarsólstöður eru dimmasti tími ársins og þá er mikilvægt að sjást sem best í umferðinni. Þennan tíma ber upp rétt fyrir jól og því ekki úr vegi að fá jólasveinana í lið með sér til þess að sýna fram á skilvirkni endurskinsmerkja. „Glitlaus sveinn er glataður sveinn,“ segir í gömlum Grýlukvæðum og við þann tón kvað í auglýsingum Samgöngustöfu í desember. Í strætóskýlum birtust þá myndir af jólasveini, ýmist með endurskinsmerki eða án og á meðfylgjandi myndum er auðvelt að sjá árangurinn. Þeir ku nú allir komnir heim í Grýluhelli á ný, heilir, sælir og glitmerktir í bak og fyrir. Við ættum því að sjá þá á löngu færi þar sem þeir kúldrast niður hlíðarnar á næstu aðventu.