Póstlistamarkaðssetning

Póstlista­markaðs­setning eða tölvupóstsmarkaðssetning eru þýðingar á Email Marketing. En póstlistinn, netfangalistinn eða fréttabréfið eru kannski algengari orð sem notuð eru í daglegu tali yfir stafræna markaðssetningu þar sem miðillinn er tölvupóstur og netfangalistinn og umhirða hans er aðalmálið.

Við viljum hámarka árangur þinn þegar þú sendir tölvupóst til viðskiptavina þinna. Hjá Ceedr viljum við vinna með þér í að móta stefnu fyrir þína póstlistamarkaðssetningu. Með því að fá ráðgjafa okkar í lið með þér getur þú sparað þér tíma og aukið afkastagetu annara verkefna í þínum viðskiptum. Við sköpum, framfylgjum og fylgjum eftir árangursríkri stefnu og metum árangurinn með þér.

Póstlistar eða netfangalistar eru öflugt markaðstól en þeir eru ekki alltaf nýttir til fulls. Með því að nýta póstlista með áhrifaríkum hætti getur þú verið viðskiptavinum þínum ofarlega í huga, hvort sem þú ert að reka lítinn veitingastað eða með alþjóðlegt vörumerki á þínum snærum. Með því að nýta póstlistann heldurðu viðskiptavinum við efnið og færir þeim upplýsingar um vörur og þjónustu.

Með póstlistamarkaðssetningu getur þú:

  • Sent mánaðarlegt fréttabréf
  • Sent tilboð til viðskiptavina
  • Sent boð um viðburði, stafræna eða í raunheimum

Við greinum með þér póstlistann þinn og gæði hans, fólk og fyrirtæki skipta jú stundum um netföng.

Við mótum með þér stefnu um:

  • Efni, hvað er áhugavert að senda?
  • Tíðni, hve oft á að senda?
  • Tíma, hvenær á að senda?

Hverjir eru á póstlistanum þínum (Target Audience) og er hægt að skipta honum í hluta (Segments), hópa (Groups) eða nýta tög (Tags) til þess að tryggja að þú sért með viðeigandi efni fyrir markhópinn? Fáðu ráðgjafa Ceedr í lið með þér og við leiðum þig áfram.

Mailchimp er það markaðstól sem hefur um 60% markaðshlutdeild með yfir 12 milljónir notenda en önnur verkfæri til að senda tölvupósta eru einnig í boði, eins og Constant Contact, MailJet, eða Klaviyo sem hefur unnið náið með Shopify til að auka sölu vefverslana. Við aðstoðum þig við að finna þann vettvang sem hentar þér og þínum viðskiptavinum.

Þegar kemur að hönnun og sköpun vefefnis státum við af framúrskarandi starfsfólki sem hefur náð að bæta frammistöðu við póstlistamarkaðssetningu um 150%. Allt of oft eru tækifæri í póstlistamarkaðssetningu vannýtt, með því að senda út tölvupósta án greininga og mælinga. Þannig missa sendendur af því hvað fólk vill og hundsar að nýta fyrirliggjandi gögn til að svara þeirri spurningu. Við erum sérfræðingar í að greina gögnin til þess að komast að því hvað viðskiptavinir vilja og nýta okkur það, viðskiptavinunum til hagsbóta.

Fimmtudagur

Þér er velkomið að bætast í hópinn á póstlistanum okkar. Hann kallast Fimmtudagur og fyrsta fimmtudag hvers mánaðar sendum við áskrifendum á póstlistanum okkar tölvupóst þar sem fjallað er um markaðssmál og stafræna markaðssetningu, ásamt áhugaverðum auglýsingum sem við vinnum fyrir viðskiptavini okkar.

Ég vil gerast áskrifandi að Fimmtudegi

Fimmtudagur er fréttabréf Pipar\TBWA og kemur alla jafna út fyrsta fimmtudag í mánuði