Gardheimar Hero

Garðheimar

Blómstrað á nýjum stað

Garðheimar hafa skotið rótum á nýjum stað við Álfabakka 6, eftir meira en 20 ár við Stekkjarbakka. Til að segja frá nýrri og glæsilegri verslun hönnuðum við nýtt markaðsefni, með áherslu á upplifun viðskiptavina í þessari blómlegu ævintýraveröld sem Garðheimar eru. Efnið hefur birst í öllum miðlum undanfarin misseri: í sjónvarpi, útvarpi, prentmiðlum, á útiskiltum og að sjálfsögðu vef- og samfélagsmiðlum.

Leikstjórn, kvikmyndun og ljósmyndun var í höndum Bernhards Kristins og Alda B. Guðjónsdóttir sá um leikmunina. Samhliða nýjum áherslum í öllu markaðsefni fékk Garðheimastefið uppfærslu og hljómar nú í undurfallegri píanóútsetningu Birgis Tryggvasonar.

Gardheimar dagblad mock 1
Gardheimar billboard
Gardheimar vefb mock