Blush

Finndu muninn

Finndu muninn er herferð sem við gerðum fyrir Blush, þar sem markmiðið var að undirstrika að kynlífsleikföng séu eðlilegur hluti af heilbrigðu kynlífi og þar með daglegu lífi fólks. Enn fremur þurftum við að finna leið til að birta herferðina á samfélagsmiðlum, en miðlar á borð við Facebook og Google höfðu fram að því lokað á allar auglýsingar frá versluninni.

Lausnin okkar var að búa til litla þraut þar sem kynlífsleikföngum var komið fyrir í hversdagslegum aðstæðum og fólk hvatt til að reyna að finna þau innan um alla hina hversdagslegu munina.

Til að „tísa“ í herferðina og koma henni af stað af krafti, þá ákváðum við að nýta okkur að Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, væri að setja húsið sitt á sölu. Við komum kynlífsleikföngum fyrir á fasteignamyndunum og biðum þess að fólk myndi koma auga á þau – sem það gerði og vakti uppátækið töluverða athygli.

Herferðin fór síðan í loftið nokkrum dögum síðar og birtist á samfélagsmiðlum, vefmiðlum, útimiðlum og í útvarpi.

Hér má sjá umfjöllun um verkefnið í MUSE by Clio.

Í desember var herferðinni og fjársjóðsleitinni haldið áfram, en hún færð í nýjan búning fyrir hátíðarnar. Í þetta skiptið gátu viðskiptavinir skemmt sér við að leita að vörum frá Blush í jólabakstrinum, í áramótaboðinu og í hinu árlega janúarátaki.

Auglýsingarnar unnu til tvennra FÍT-verðlauna árið 2023 og fasteignaauglýsingin hlaut lúður fyrir PR ársins á ÍMARK-hátíðinni 2023. Herferðin hlaut einnig sama ár bronsverðlaun á Gerety Awards, brons og tilnefningu hjá Art Directors Club of Europe og silfurverðlaun í hinni virtu EPICA-keppni.

blush small blatt 2
Pipar title fit
Pipar title fit
Pipar title ludur
Gerety logo gratt
Epica Logo hori gratt
ADCE Logo Black 2 60pro
ADCE Logo Black 2 60pro

blush reactions opt

lores

blush heilsida