He for she herferðin fyrir UN Women

UN WOMEN

HeForShe

Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur

Íslensk landsnefnd UN Women leitaði til okkar með herferð, en samtökin beita sér gegn ofbeldi í garð kvenna um allan heim. Herferðin er undir merkjum HeForShe, en sú hreyfing innan samtakanna snýst um að draga karlmenn að borðinu þar sem jafnrétti kynjanna og kynbundið ofbeldi er ekki einkamál kvenna.
Úr varð kraftmikið og átakanlegt myndband byggt á þeirri meginhugmynd að kynbundið ofbeldi er nær en við höldum. Þar fengum við nokkra karlmenn, þekkta sem óþekkta, til að lesa frásagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi – en endirinn kom þeim á óvart. Magnað verkefni sem sennilega líður aldrei úr minni þeirra sem að komu.
Myndbandinu var svo fylgt eftir með veggpsjöldum, prent- og netauglýsingum þar sem karlmennirnir fordæma kynbundið ofbeldi í nafni allra kvenna. Almenningur var jafnframt hvattur til að skrifa undir og fordæma kynbundið ofbeldi á unwomen.is.

  • Verkefnið hlaut verðlaun í flokki almannaheillaauglýsinga á Lúðrinum 2019
  • Verkefnið hlaut verðlaun í flokki herferða á FÍT-verðlaununum 2019
  • Verkefnið var tilnefnt til Glerljóns í Cannes 2019
  • Verkefnið hlaut gullverðlaun á Clio awards 2019
  • Verkefnið hlaut silfurverðlaun á Cresta Awards 2019
  • Verkefnið hlaut tilnefningu hjá ADC*E – Art Directors Club of Europe 2019

HeForShe veggspjald2 fyrir UN WOMEN
HeForShe veggspjald 4 fyrir UN WOMEN