Efling

Það er ekki nóg að hafa plan

Við á PiparTBWA gerðum sjónvarpsauglýsingu fyrir Eflingu – stéttarfélag. Þar er yfirvöldum haldið við efnið í húsnæðismálum þjóðarinnar. Lalli Jóns leikstýrði og við þökkum honum og fagfólkinu á Republik samstarfið í verkefni sem krafðist bæði þolinmæði og útsjónarsemi. Tónlistin var svo í (hljóð)færum höndum Bigga Tryggva sem smellpassaði. Auglýsingin fór víða og birtist einnig á vefnum, í bíóhúsum, prenti og útvarpi.

Séð ofan á útlínuteikningu af íbúð.
Dagblaðaauglýsing