Styrktarfélag barna með einhverfu

Blár apríl

Blár apríl er eitt af þessum skemmtilegu og gefandi verkefnum. Árið 2017 framleiddum við tölvuteiknaða fræðslumynd frá grunni sem ætluð er nemendum á yngsta stigi grunnskóla. Í myndinni kynnumst við Degi sem er einhverfur og heyrum sögu hans með dyggri aðstoð Ævars vísindamanns. Myndin var sýnd í grunnskólum um land allt og hefur fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Meðan á Bláum apríl stóð skaut Dagur litli víða upp kolli, í prentauglýsingum, sjónvarpi, á vefnum, ljósaskiltum og meira að segja í bíó. Sannarlega Virkur Dagur!

Blár apríl - strákur með eldflaug
Strákur innan um plánetur
Plakat
Plakat
Plakat í strætóskýli