18/05/2023

Villt náttúra í strætóskýli

Landbúnaðarháskólinn býður upp á fjölbreytt nám og jafnvel námsgreinar sem fólk áttar sig ekki alveg á. Með því að klæða strætóskýli á Lækjartorgi upp í náttúrubúning vildum við í samvinnu við skólann benda á samspil borgar og náttúru, og námsleiðir á borð við landslagsarkitektúr. Náttúran er lýðheilsumál sem kemur okkur öllum við, hún er víðar en við kannski sjáum í fyrstu og umlykur allt. Ekkert er stærra en náttúran.

Uppsetningin fór fram í skjóli nætur og höfðu aðstandendur skólans veg og vanda af henni. PiparTBWA hefur unnið með LBHÍ í fjölda ára að mörgum skemmtilegum verkefnum. Vert er að benda á að skólinn tekur við námsumsóknum til 5. júní á lbhi.is.