Waitr logo
05/03/2021

WAITR í samstarf við PiparEngine

Nýverið leitaði tæknifyrirtækið WAITR í Bandaríkjunum til okkar um samstarf. WAITR telst vera allstórt á ameríska vísu og hefur með höndum dreifingu á mat frá veitingahúsum. Fyrirtækið vildi fá samstarfsaðila varðandi rekstur Google-auglýsinga, Bing-auglýsinga og Apple-auglýsinga. WAITR, sem er með starfsemi í um 700 borgum í Bandaríkjunum, opnar að meðaltali um þrjú ný þjónustusvæði í hverri viku, þannig að starfsemin verður sífellt umfangsmeiri. Samningur þessi markar stór tímamót fyrir PiparEngine þar sem auglýsingafé (Ad Spend) er í allt öðrum tölum en þekkist hérlendis. PiparEngine var í samkeppni við fleiri stafrænar stofur í Bandaríkjunum um þessi viðskipti en WAITR var áður hjá Range Digital í Minneapolis.