dominos grikkur
07/12/2023

Grikkur – en líka Gott

Grunlausir viðskiptavinir Domino’s fengu heldur óvænta stöðumælasekt á hrekkjavökunni. Sektarmiðinn sem beið undir framrúðuþurrkunni á bílum þeirra leit út fyrir að vera frá Bílastæðasjóði, en þegar nánar var að gáð rann upp fyrir fólki að ekki væri allt sem sýndist. „Sektin“ var gefin út af „bílastæðalöggunni“ vegna „leggjaístæðigjalds“ en þegar miðanum var snúið fékk fólk að vita að hér væri aðeins á ferðinni smá grikkur í tilefni Hrekkjavökunnar – og að sjálfsögðu fylgdi inneign fyrir einu Gotti af matseðlinum í sárabætur.