kjostu mig
12/10/2021

Kaustu KFC?

Fyrir kosningarnar fór allt á flug eins og venjulega. Við í auglýsingageiranum fundum fyrir því, en álagið á almenna borgara var síst minna: Er ég vinstri, hægri eða ólögulegur miðjuútlimur? Hver stendur fyrir hvað? Skiptir þetta einhverju máli? Hvað á ég að gera? Hvað á ég að kjósa?

Ofurstinn var aldrei á þeim buxunum að hafa áhrif á val fólks í kosningunum. En það er þó þannig að þegar einstaklingur hefur kosið einn flokk, þá má hann ekki kjósa eitthvað annað líka. Nema KFC. Það má nefnilega alltaf kjósa KFC. Þetta vissi ofurstinn og miðlaði þeirri visku á kjördag. Og hugmyndin var góð því heimsóknir á KFC voru með besta móti þann daginn.