kjotsupudagur
02/12/2021

Kjötsúpuhátíð fyrsta vetrardag

Íslenskt lambakjöt tók virkan þátt í kjötsúpuhátíðinni á Skólavörðustíg, en sú hefð hefur haldist frá árinu 2002 að bjóða vegfarendum upp á rjúkandi heita kjötsúpu fyrsta vetraradag. Hugmyndin kviknaði upphaflega hjá Ófeigi Björnssyni gullsmiði og Jóhanni G. Jóhannssyni tónlistarmanni, en þeir Ófeigur og Jóhann Jónsson í Ostabúðinni tóku síðan höndum saman og hrintu hugmyndinni í framkvæmd á sínum tíma, með aðstoð sauðfjár- og grænmetisbænda.

Auk þess að auglýsa viðburðinn þetta árið og koma að skipulagningu hans hvatti Icelandic Lamb til þess í almennu auglýsingaefni að við héldum í hefðir og gæddum okkur á yljandi og nærandi lambakjötssúpu kringum vetrarkomuna.