Sacla - fjölskylda
05/03/2021

Sacla – ósvikið ítalskt bragð

Eldhúsið er hjarta heimilisins og með ítölsku Sacla-vörurnar við höndina er auðvelt að framreiða lúffenga rétti. Það lá beint við að fá óperusöngvarann Gissur Pál og fjölskyldu, sem bjó á Ítalíu um árabil, til að sýna okkur hinum hvað það er einfalt og fljótlegt að framreiða ekta ítalska rétti við allra hæfi með fjölskyldunni. Framleidd var röð sjónvarpsauglýsinga og upp úr þeim einnig efni fyrir samfélagsmiðla, strætóskýli o.fl. Allt efnið var unnið og framleitt á PiparTBWA. Hljóðvinnsla var í höndum Bigga Tryggva og Aldís Páls var með linsuna á lofti.