Toyota

Takk Egill

Takk Egill er afar metnaðarfullt verkefni sem við unnum fyrir Toyota á Íslandi og frumsýndum um áramótin. Egill Ólafsson lætur nú af störfum sem rödd vörumerkisins eftir 30 ár á bakvið hljóðnemann og við keflinu tekur Ólafur Darri Ólafsson.

Við fengum SKOT Productions til liðs við okkur við framleiðsluna, Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson leikstýrðu eins og þeim einum er lagið og Veigar Margeirsson samdi tónlistina.

Sjón er sögu ríkari.

Síðasta frumsýning ársins 2022, ljúfsár tímamót og útkoman frábær. Gleðilegt nýtt ár.

Auglýsingin var valin sjónvarpsauglýsing ársins 2022 og einnig varð hún hlutskörpust í Vali fólksins sem mbl.is stóð fyrir. Árið 2023 var hún tilnefnd til Epica-verðlauna í flokki bílaauglýsinga.

Pipar title ludur
Pipar title ludur
Epica Logo hori gratt
opna mock toyota 2
Billboard MockUp Egill
Skyli Mock Up Roddin Egill
Skyli Mock Up Roddin Darri