verkis
07/07/2022

Verkís – Þekking í verki í 90 ár

Verkís fagnar 90 ára afmæli sínu nú í ár. Í tilefni af því hönnuðum við afmælisútlit og afmælismerki fyrir fyrirtækið, ásamt því að gera myndband sem sýnir fjölbreytt verkefni þess í áranna rás. Við lögðum ríka áherslu á tengingu Verkís við samfélagið í öllu efninu. Daglegt líf okkar væri nefnilega ekki mögulegt nema samspil umhverfis og innviða gengi snurðulaust fyrir sig, jafnvel án þess að við tökum beinlínis eftir því í dagsins amstri. En að baki liggur ómæld vinna okkar færustu sérfræðinga við uppbyggingu innviðanna sem halda samfélaginu gangandi. Þar leikur Verkís svo sannarlega stórt hlutverk, því saga fyrirtækisins er samofin uppbyggingu íslensks samfélags undanfarin 90 ár.