Mörkun
Vörumerki þarf skýran markaðslegan ramma þar sem tillit er tekið til eiginleika þess og aðgreiningar á markaði. Ýmist þegar um nýja vöru er að ræða eða endurmörkun til að skerpa áherslur.
Við mörkun vörumerkis skilgreinum við staðfærslu þess á markaði, grunnstoðir vörumerkisins og karakter markaðsefnis. Stefnumótun er grunnstoð mörkunar og endurmörkunar ef því er að skipta. Þar vinnum við með Disruption®.
Þegar stefnan hefur verið mörkuð um hvert skal stefna er hægt að huga að mörkun og mörkun vörumerkis er svo miklu meira en ytri ásýnd þess. Við viljum að færa markhópnum sömu skilaboð og sömu tilfinningu fyrir vörumerkinu, hvort sem það er innan þess eða utan og einnig óháð því hvar samskiptin eiga sér stað.
Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og vörumerkjunum þeirra til þess að komast að því hver kjarninn er og til þess að getað mótað réttu skilaboðin sem við viljum koma til markhópsins með auglýsingum.
Endurmörkun
Við endurmörkun er ásýnd vörumerkja endurhugsuð, við förum svo að segja aftur á teikniborðið. Við förum í saumana á því hvað hefur gengið vel og finnum fletina þar sem tækifærin liggja til að bæta sig.
Sýnishorn af mörkun
Við höfum komið að mörkun og endurmörkun með nokkrum viðskiptavinum. Skoðaðu Verkin ef þú vilt líta betur á fleiri verk sem við höfum unnið fyrir viðskiptavini okkar.